UPPLIFANIR

EINSTÖK NÁLGUN.

Við á Gufuá teljum okkur vera að gera nokkuð einstakt. Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og við höfum orðið sífellt meðvitaðari um skort á hægari leiðum til að upplifa landið með núvitund að leiðarljósi.
Þess vegna bjóðum við upp á tvær einstakar upplifanir í anda hæglætis:

• Geitalabb
• Á Vörðuslóð Með Sagnaþul

Við vonumst til að upplifanirnar okkar gefi fólki tækifæri til að hægja á sér og ná aftur tengslum við hljóðlátari hlið lífsins – þá sem gerir gestum okkar kleyft að kynnast dýrunum og náttúrunni í kringum sig á skemmtilegan og fræðandi hátt.


Gufua-22.jpg

GEITALABB

Þú skellir þér í labbitúr með höfrunum Gandálfi, Fjalari, Kjalari og restinni af föruneyti þeirra um fallegu jörðina okkar. Gangan hefst við fjárhúsin og svo liggur leiðin um svæðið í kring og meðfram ánni Gufuá.
Meðan á túrnum stendur kennir leiðsögumaður þátttakendum ýmislegt sem gott er að vita um íslenskar geitur og umgengni við þær. Hafrarnir eru þrælvanir því að vera teymdir í bandi og fylgja þér hvert fótmál. Gangan sjálf er á rólegum hraða, en við minnum á að við erum úti í sveit þannig að það eru engar gangstéttir og sumstaðar landslag með brekkum.

Vinsamlegast athugið að vera klædd í viðeigandi skófatnað og hlífðarföt eftir veðri. Við vonumst til að þessi upplifun gefi fólki færi á að róa sig niður og ná tengslum við hæglátari hlið lífsins – þá sem gerir gestum okkar kleyft að kynnast dýrunum og umhverfinu í kringum sig, ásamt því að slaka á og losna við spennu. Þetta er skemmtilegur, endurnærandi og afslappandi göngutúr sem getur endað í fullt af fyndnum ljósmyndum!

HVAR: GUFUÁ
HVENÆR: 11:00
LENGD: 1 KLST
FJÖLDI: ALLT AÐ 10 MANNS

 

 
Gufua-15.jpg

Á vörðuslóð með sagnaþul

Í bíltúr um Ísland er ekki óalgengt að koma auga á vörður, hlaðna vegvísa frá fyrri tíð sem hjálpuðu ferðalöngum að rata. Á Gufuá er að finna fjölmargar ævafornar vörður, þ.a. eina stóra og svaka flotta sem sést víða að úr Borgarfirði.

Undanfarin ár hefur Sigga fundið fleiri merkilega og forna vegvísa landnámsjarðarinnar og lagfært þar sem þörf hefur verið á, þannig að nú er auðvelt að finna vörðurnar í landslaginu. Í þessari upplifun munum við ganga milli varðanna um ótrúlega fjölbreytt og fallegt landslag með sagnaþul. Staðsetning varðanna gefur okkur einstakt tækifæri til að virða fyrir okkur útsýni, náttúrufar og sérkenni svæðisins.

Sögur af svæðin verða sagðar, fyrsti ábúandinn hann Rauði-Björn kynntur og fleiri íbúar svæðisins svosem huldufólk, álfar og náttúruvættir. Við förum yfir sögu Gufuár frá landnámi, til nútíðar og framtíðaráform. Endum í gömlu fjárhúsunum og heilsum uppá bústofninn sem þar er, íslenskar geitur, hesta ofl.

Gangan er hvorki of erfið né hröð. Hafa skal í huga að leiðin liggur um ósnortið land og yfir á og fólk þarf að vera í hentugum skóm og hlífðarfötum eftir veðri. Athugið að þeir sem vilja fá vaðskó til að vaða ána geta fengið þá hjá okkur.

HVAR: GUFUÁ
HVENÆR: 14:00
LENGD: 2 KLST
FJÖLDI: ALLT AÐ 10 MANNS

COVID-19 LEIÐBEININGAR

Þrátt fyrir þessa undarlegu tíma þá getum við enn boðið upp á upplifanirnar okkar, með nánast óbreyttu sniði. Öryggi og ánægja viðskiptavina okkar er ávallt í forgangi. Gufuá er sveitabær þar sem unnið er við búskap og til að tryggja öryggi okkar og ykkar biðjum við ykkur um að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum.

 

  • EKKI mæta í bókun ef þú eða einhver í hópnum þínum er með einkenni Covid-19. Ef svo er, láttu okkur vita, það er ekkert mál að færa bókunina þína.

  • Vinsamlegast þvoið ykkur um hendurnar eða sótthreinsið þær áður en þið komið til okkar.

  • Vinsamlegast athugið að það er engin salernisaðstaða í boði.

 

Takk fyrir að fara eftir þessum leiðbeiningum, við hlökkum til að sjá þig.

BÓKA UPPLIFUN